Alfreð, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru allir í byrjunarliði Lyngby á meðan Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu á varamannabekknum. Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks.
Alfreð kom heimamönnum yfir eftir stundarfjórðungsleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mynd af rangstöðunni má sjá hér að neðan en hún var vægast sagt tæp.

Valdemar Lund Jensen kom FC Kaupmannahöfn yfir eftir fast leikatriði frá Diogo Gonçalves. Sævar Atli nældi sér svo í gult spjald áður en fyrri hálfleik var lokið. Aðeins voru tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar meistararnir fengu vítaspyrnu. Gonçalves fór á punktinn og tvöfaldaði forystuna.
Alfreð minnkaði muninn þegar 20 mínútur lifðu leiks og Lyngby gerði hvað það gat til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og FCK byrjar tímabilið á 2-1 sigri.