Sjáðu mörkin þegar Man United lagði Arsenal þægilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 12:30 Rauðu djöflarnir lögðu Skytturnar. Manchester United Gott gengi Manchester United á undirbúningstímabilinu heldur áfram. Liðið vann þægilegan 2-0 sigur á silfurliði ensku úrvalsdeildarinnar frá því á síðustu leiktíð, Arsenal, í nótt en bæði lið eru nú stödd í æfingaferð í Bandaríkjunum. Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira