Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18:30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18:30. vísir

Eldfjallafræðingur segir líklegt að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann telur líkur á að nýr gígur opnist austur af Keili.

Kjörstöðum hefur verið lokað á Spáni og snarpri kosningabaráttu lokið. Ógerningur er að spá fyrir um úrslitin. Jóhann Hlíðar, fréttaritari okkar á Spáni fer yfir stöðuna.

Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri þar sem karlar telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan.

Ágengur Otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Götubitahátíð í miðbæ Reykjavíkur og skellum okkur í sundleikfimi sem nýtur mikilla vinsælda á Akureyri.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×