Innlent

Kröftugur skjálfti í Kötlu­öskju í gær­kvöldi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eldfjallið Katla hvílir undir Mýrdalsjökli.
Eldfjallið Katla hvílir undir Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Stór skjálfti varð að stærð 3,5 í suðvestanverðri Kötluöskju um 23:17 í gærkvöldi. Fáeinir smáskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Veðurstofan greindi frá þessu í fréttatilkynningu í gærkvöldi.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Rúv að ábendingar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum hefðu borist frá Þórsmörk, Skógum, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum. 

Í viðtalinu við Rúv sagði Salóme að skjálftinn væri þó ekki merki um neina aðra virkni á svæðinu en vegna þess að Katla væri virkt jarðskjálftasvæði gæti ýmislegt komið að. Stórir skjálftar kæmu af og til í Mýrdalsjökli, stundum nokkrir í röð og stundum stakir. 

Þrátt fyrir það væru engar sjáanlegar breytingar á mælum Veðurstofunnar að hennar sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×