Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 11:25 Frá mótmælum nærri Knesset, ísraelska þinginu, þar sem vatnbyssum hefur verið beitt gegn mótmælendum. AP/Mahmoud Illean Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin. Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin.
Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30