„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 12:00 Orri Steinn kveðst ekkert yfir sig hrifinn af því að mæta föður sínum. Vísir Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira