Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 11:17 Sjálfboðaliði að vísa veginn nærri þorpinu Vati á Rhodes eyju í Grikklandi. Þar fór hitinn á ný yfir 40 gráður í dag. AP/Petros Giannakouris Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag. Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Frá því seinni partinn í gær og í dag hefur verið barist við skógarelda í Grikklandi, Króatíu, Tyrklandi, á Sikiley á Ítalíu og í Alsír í norður Afríku. Tuttugu og fimm manns, þar af tíu slökkviliðsmenn, hafa farist í skógareldum í Alsír. Þessi mynd var tekin í Bouira um 100 kílómetra frá Algeirsborg.AP Miklir eldar loga nærri höfuðborginni Algeirsborg og víðar. Fimmtán íbúar hafa farist í eldunum ásamt tíu slökkviliðsmönnum sem börðust við eldana. Á þriðja tug manna hefur slasast. Eldarnir dreifast hratt vegna hvassviðris og hlífa hvorki skógum né ræktarlandi í sextán héruðum Alsírs. Í Grikklandi voru menn að vona að hitinn færi lækkandi en í morgun skall þriðja hitabylgjan í röð á landinu þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Undanfarna tólf daga hafa daglega brotist út skógareldar á um 50 stöðum í Grikklandi. Það eru um 600 eldar á þessu tímabili.AP/Petros Giannakouris Pavlos Marinakis talsmaður stjórnvalda í Grikklandi segir 19 þúsund manns hafa verið flutt á brott frá hættusvæðum á Rhodes undanfarna daga. Sextán þúsund hafi verið flutt landleiðina en um þrjú þúsund með bátum. Þetta væru mestu mannflutningar í sögu Grikklands. „Við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Þetta er tólfti dagurinn í röð þar sem eldar brjótast daglega út á um fimmtíu stöðum. Það þýðir að skógareldar hafa kviknað á um 600 stöðum á þessu tímabili,“ Marinakis. Miklir skógareldar hafa brotist út í nágrenni hinnar sögulegu borgar Dubrovnik í Króatíu. Hvassviðri hraðar útbreiðslu eldanna. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar er nú krökkt af ferðamönnum. Níutíu og fimm slökkviliðsmenn með sextán slökkvibíla berjast við eldana og njóta aðstoðar flughers landsins sem dreifir vatni yfir svæðið úr lofti. Miklir skógareldar hafa brotist út á Sikiley, meðal annars nærri byggð í nágrenni Curcuraci í Messina.AP/ítalska slökkviliðið Þá hafa miklir skógareldar brotist út á Sikiley á Ítalíu og logar víða mjög nálægt byggð. Einnig hafa tugir heimila og eitt sjúkrahús verið rýmd nærri Miðjarðarhafsbænum Kemer í Tyrklandi. Þar brenna skógareldar á um 120 hekturum lands. Tíu vatnsflugvélar og tuttugu og tvær þyrlur hafa verið notaðar til að dreifa vatni yfir eldana. Þar vonast menn til að ráða niðurlögum eldanna í dag.
Hitabylgja í Evrópu 2023 Gróðureldar í Grikklandi Loftslagsmál Grikkland Ítalía Króatía Tyrkland Alsír Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. 25. júlí 2023 07:33
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. 24. júlí 2023 20:56
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47