Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 17:00 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Arðsemi eiginfjár var 15,5% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 22,6% á sama tíma 2022. Þetta kemur fram í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Kjarnatekjur, sem eru hreinar vaxta-, þóknanatekjur og tryggingatekjur Varðar (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar) jukust um 8,0% frá öðrum ársfjórðungi 2022. Heildarþóknanir námu 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er sagður vera „sterkur fjórðungur í þóknanastarfsemi.“ Aðrar tekjur jukust sömuleiðis og munaði þar einna helst um 1,6 milljarða króna endurmat á fjárfestingareigninni Blikastöðum, landi á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar þar sem til stendur að ráðast í umfangsmikla íbúðauppbyggingu. Hreinn vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 3,2% samanborið við 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2022. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að bankinn hafi hagnast um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Íslandsbanki birtir uppgjör sitt á morgun. Kostnaður bankans á niðurleið Kostnaður Arion banka sem hlutfall af kjarnatekjum lækkar milli ára og var 39,4% á öðrum ársfjórðungi 2023 samanborið við 42,0% á sama tíma í fyrra. Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 3,6% frá árslokum 2022. Heildareignir bankans námu 1.518 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.466 milljarða króna í árslok 2022. Að sögn bankans jukust lán til viðskiptavina um 4,6% frá áramótum og nam aukningin 7,9% í lánum til fyrirtækja og 1,8% í lánum til einstaklinga, en þar er aðallega um að ræða íbúðalán. Hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi og ber uppgjör bankans merki þess, að sögn stjórnenda.Vísir/Vilhelm Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að aukning í innlánum frá viðskiptavinum hafi verið 3,4% á fyrri helmingi ársins, einkum frá einstaklingum og stærri fyrirtækjum. Heildar eigið fé bankans nam 186 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 15,6 milljörðum króna en afkoma fjórðungsins kemur til hækkunar á eigin fé. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 23,9% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,9%. Hlutföllin eru sögð taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Í takt við væntingar Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Öll helstu fjárhagsmarkmið hafi náðst og arðsemi sé áfram umfram 13% markmið bankans. „Við sjáum þó að það hægir almennt á vexti sem kemur ekki á óvart þar sem hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi. Það eru ýmis jákvæð merki í efnahagslífinu um þessar mundir, m.a. fer verðbólgan loks lækkandi og svo hafa alþjóðlegu matsfyrirtækin S&P Global Ratings og Moody‘s bæði nýverið breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að tryggingaiðngjöld hjá Verði, sem er í eigu Arion banka, hafi aukist um 14,4% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur sé vöxturinn í sölu trygginga til fyrirtækja sem sé nú hluti af fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu en það var selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna.Vísir/Arnar Þróun á Blikastaðalandi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu Benedikt segir að Arion banki komi til með að færa 560 milljónir króna til tekna á þriðja ársfjórðungi vegna sölunnar á Kerecis til danska félagsins Coloplast en Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu. „Í júní kynnti Mosfellsbær tillögur að rammahluta aðalskipulags Blikastaðalandsins, sem er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion banka. Landið sem er um 93 hektarar verður þróað enn frekar og deiliskipulag kynnt á seinni stigum. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa um 3.700 íbúðir, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis.“ Bankinn hafi hækkað verðmat sitt á landinu í ljósi minni óvissu um þróun verkefnisins sem hafi um leið haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársfjórðungsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Arion banki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 15,5% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 22,6% á sama tíma 2022. Þetta kemur fram í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Kjarnatekjur, sem eru hreinar vaxta-, þóknanatekjur og tryggingatekjur Varðar (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar) jukust um 8,0% frá öðrum ársfjórðungi 2022. Heildarþóknanir námu 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er sagður vera „sterkur fjórðungur í þóknanastarfsemi.“ Aðrar tekjur jukust sömuleiðis og munaði þar einna helst um 1,6 milljarða króna endurmat á fjárfestingareigninni Blikastöðum, landi á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar þar sem til stendur að ráðast í umfangsmikla íbúðauppbyggingu. Hreinn vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 3,2% samanborið við 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2022. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að bankinn hafi hagnast um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Íslandsbanki birtir uppgjör sitt á morgun. Kostnaður bankans á niðurleið Kostnaður Arion banka sem hlutfall af kjarnatekjum lækkar milli ára og var 39,4% á öðrum ársfjórðungi 2023 samanborið við 42,0% á sama tíma í fyrra. Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 3,6% frá árslokum 2022. Heildareignir bankans námu 1.518 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.466 milljarða króna í árslok 2022. Að sögn bankans jukust lán til viðskiptavina um 4,6% frá áramótum og nam aukningin 7,9% í lánum til fyrirtækja og 1,8% í lánum til einstaklinga, en þar er aðallega um að ræða íbúðalán. Hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi og ber uppgjör bankans merki þess, að sögn stjórnenda.Vísir/Vilhelm Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að aukning í innlánum frá viðskiptavinum hafi verið 3,4% á fyrri helmingi ársins, einkum frá einstaklingum og stærri fyrirtækjum. Heildar eigið fé bankans nam 186 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 15,6 milljörðum króna en afkoma fjórðungsins kemur til hækkunar á eigin fé. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 23,9% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,9%. Hlutföllin eru sögð taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Í takt við væntingar Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Öll helstu fjárhagsmarkmið hafi náðst og arðsemi sé áfram umfram 13% markmið bankans. „Við sjáum þó að það hægir almennt á vexti sem kemur ekki á óvart þar sem hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi. Það eru ýmis jákvæð merki í efnahagslífinu um þessar mundir, m.a. fer verðbólgan loks lækkandi og svo hafa alþjóðlegu matsfyrirtækin S&P Global Ratings og Moody‘s bæði nýverið breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að tryggingaiðngjöld hjá Verði, sem er í eigu Arion banka, hafi aukist um 14,4% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur sé vöxturinn í sölu trygginga til fyrirtækja sem sé nú hluti af fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu en það var selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna.Vísir/Arnar Þróun á Blikastaðalandi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu Benedikt segir að Arion banki komi til með að færa 560 milljónir króna til tekna á þriðja ársfjórðungi vegna sölunnar á Kerecis til danska félagsins Coloplast en Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu. „Í júní kynnti Mosfellsbær tillögur að rammahluta aðalskipulags Blikastaðalandsins, sem er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion banka. Landið sem er um 93 hektarar verður þróað enn frekar og deiliskipulag kynnt á seinni stigum. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa um 3.700 íbúðir, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis.“ Bankinn hafi hækkað verðmat sitt á landinu í ljósi minni óvissu um þróun verkefnisins sem hafi um leið haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársfjórðungsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Arion banki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18