Segir Sjálfstæðisflokkinn vængstýfðan í samstarfi við Vinstri græna Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 18:40 Brynjar Níelsson sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þangað til á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kurr meðal Sjálfstæðismanna og að hann telji Sjálfstæðisflokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Brynjar Níelsson, fyrrverandi Alþingismaður, ritaði harðorðan pistil í Viljann í dag þar sem hann kallar eftir herkvaðningu hægri manna og borgaralegra afla, eins og hann kallar það. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis: „Staðan er í mínum huga algjörlega óviðunandi. Það er auðvitað kurr. Manni finnst svona einhvern veginn að samstaða hægri manna og þess sem ég kalla borgaralegra afla sé svolítið að bresta. Mönnum finnast ekki þessi sjónarmið komast neitt áfram, þó við séum alltaf stærsti flokkurinn,“ segir hann og á þar við stefnumál Sjálfstæðisflokksins á borð við nýtingu auðlinda, atvinnufrelsi, minni álögur og minna ríkisbákn. Stöðvun hvalveiða ósvífin Brynjar segir að honum finnist ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum út sumarið ótrúlega ósvífin aðgerð. Í hans huga þýði það að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki tekist á við stór mál á borð við verðbólgu, orkumál og útlendingamál í samstarfi við Vinstri græna. Pólitísk umræða snúis um aukaatriði Brynjar segir að honum finnist pólitísk umræða þessi dægrin aðeins snúast um algjör aukaatriði og enga pólitík. „Heldur bara hver er verri en hinn og hver er spilltari en hinn og einhver upphlaup út af engu. Eins og Lindarhvolsmálið og svona, þetta bara skiptir engu máli, þetta er ekki neitt neitt þetta mál. Öll umræða fer í þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Brynjar Níelsson, fyrrverandi Alþingismaður, ritaði harðorðan pistil í Viljann í dag þar sem hann kallar eftir herkvaðningu hægri manna og borgaralegra afla, eins og hann kallar það. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis: „Staðan er í mínum huga algjörlega óviðunandi. Það er auðvitað kurr. Manni finnst svona einhvern veginn að samstaða hægri manna og þess sem ég kalla borgaralegra afla sé svolítið að bresta. Mönnum finnast ekki þessi sjónarmið komast neitt áfram, þó við séum alltaf stærsti flokkurinn,“ segir hann og á þar við stefnumál Sjálfstæðisflokksins á borð við nýtingu auðlinda, atvinnufrelsi, minni álögur og minna ríkisbákn. Stöðvun hvalveiða ósvífin Brynjar segir að honum finnist ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum út sumarið ótrúlega ósvífin aðgerð. Í hans huga þýði það að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki tekist á við stór mál á borð við verðbólgu, orkumál og útlendingamál í samstarfi við Vinstri græna. Pólitísk umræða snúis um aukaatriði Brynjar segir að honum finnist pólitísk umræða þessi dægrin aðeins snúast um algjör aukaatriði og enga pólitík. „Heldur bara hver er verri en hinn og hver er spilltari en hinn og einhver upphlaup út af engu. Eins og Lindarhvolsmálið og svona, þetta bara skiptir engu máli, þetta er ekki neitt neitt þetta mál. Öll umræða fer í þetta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira