Robert Lewandowski kom Barcelona yfir á 7. mínútu en Bukayo Saka jafnaði sex mínútum síðar. Hann brenndi svo af víti um miðjan fyrri hálfleik, skaut framhjá.
Barcelona komst aftur yfir á 34. mínútu þegar Raphinha skoraði en Kai Havertz jafnaði í 2-2 tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Trossard kom Arsenal yfir í fyrsta sinn á 56. mínútu og Belginn bætti öðru marki sínu við á 78. mínútu.
Ferran Torres hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á 88. mínútu en sá vonarneisti slökknaði þegar Fábio Vieira skoraði fimmta mark Arsenal með frábæru langskoti. Lokatölur 5-3, Arsenal í vil.