Innlent

Inn­brota­hrina á öllu höfuð­borgar­svæðinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan varar við innbrotahrinu.
Lögreglan varar við innbrotahrinu. Vísir/Vilhelm

Þessa dagana stendur yfir inn­brota­hrina á öllu höfuð­borgar­svæðinu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Þar segir að sú að­ferð sem sé mest á­berandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ó­læstir. Lög­reglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn.

„Það er góð regla að geyma aldrei verð­mæti í bílum, það gerir ekkert annað en að freista þjófa. Muna að læsa í­búðar­hús­næði, bílum og at­vinnu­hús­næði til að gera það besta til að forðast inn­brot,“ segir lög­reglan.

Inn­brotin eigi sér stað á öllum tíma sólar­hringsins, ekki bara á nóttunni. Því sé gott að gera við­eig­andi ráð­stafanir ef í­búðar­hús­næði er yfir­gefið um lengri tíma, líkt og að biðja ná­granna um að fylgjast með hús­næðinu.

„Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu leggur mikla á­herslu að upp­lýsa öll þessi mál og hefur þegar sett í gang að­gerðir til að stöðva þessa hrinu. Ef fólk verður vart við grun­sam­legar manna­ferðir er um að gera að hafa sam­band við lög­reglu í síma 112.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×