Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2023 15:57 Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins. Vísir Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins. Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.
Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17