Þetta var fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðin leika aftur fimmtudaginn 3. ágúst á heimavelli Dundalk í Írlandi. Þjálfarinn segist þó ánægður með frammistöðu liðsins í þessum leik.
„Ég var ánægður með spilamennsku liðsins í þessum leik en varð fyrir vonbrigðum með mörkin sem við fengum á okkur í þeirra skyndisóknum. Það er mjög pirrandi að þetta sé niðurstaðan og ég held að allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn.“
Dundalk voru tveimur mörkum undir í hálfleik og ákváðu að breyta leikskipulagi sínu.
„Við breyttum aðeins til í hálfleik, fórum úr fimm manna varnarlínu í fjögurra manna með tveimur kantmönnum“ sagði Stephen.
Þessi breyting gerði það að verkum að liðið komst í margar góðar fyrirgjafarstöður, bakverðir hlupu utan á kantmenn og öfugt, gáfu boltann fyrir en þær sendingar voru ekki nógu hnitmiðaðar og rötuðu sjaldnast á samherja.
En mun þjálfarinn breyta eitthvað til hjá sínu liði fyrir seinni leikinn?
„Sama leikplan þar, við stjórnuðum þessum leik þannig að ég hlakka bara til seinni leiksins eftir viku.“