Hvað er siðblinda? Birgir Dýrfjörð skrifar 28. júlí 2023 10:31 Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun