Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins.

Eins heyrum við frá föður ungs manns sem er þroskaskertur og glímir við fíknivanda. Faðirinn segir að ef ekkert verði að gert muni það enda með dauðsfalli, annað hvort sonar hans eða einhvers annars.

Við ræðum við forstjóra Alþjóðalögreglunnar Interpol, sem varar við gervigreindarvæðingu glæpasamtaka og segir alþjóðlega samvinnu löggæsluyfirvalda sjaldan hafa verið jafn mikilvæga. Eins heyrum við frá ferð félagsmálaráðherra á Pride í Færeyjum, verðum í beinni frá risavöxnu fótboltamóti í Laugardal og Magnús Hlynur tekur stöðuna á Hvammstanga, þar sem eru ókeypis lóðir og nóg leikskólapláss.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö í kvöld, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×