Fótbolti

Salzburg rak þjálfarann skömmu áður en hann var ráðinn til Al-Ahli

Árni Jóhannsson skrifar
Matthias Jaissle var í ákveðinni þjálfaraþeytivindu í dag
Matthias Jaissle var í ákveðinni þjálfaraþeytivindu í dag GETTY IMAGES

Dagurinn hjá Matthias Jaissle, fyrrum þjálfara RB Salzurg, var heldur betur áhugaverður. Fyrr í dag var honum sagt upp sem þjálfara austurríska liðsins en í lok hans var hann ráðinn þjálfari Sádi arabíska liðsins Al-Ahli. Samningur hans við Al-Ahli er til þriggja ára.

Samkvæmt framkvæmdarstjórar RB Salzburg, Stephen Rider, voru þeir ekki par sáttir við það að Jaissle vildi svo ólmur komast til Al-Ahli og þess vegna hafi hann verið leystur undan samningi.

„Við trúum því að fyrst að þjálfarinn er svona áhugasamur um að komast til annars félags tveimur dögum fyrir upphaf mikilvægs tímabils að þá ætti hann ekki að fá að byrja það. Við viljum byrja nýtt tímabil af fullum krafti og sannfæringu. Til þess þurfum við að allir sem eru hérna hafi 100% einbeitingu.“

Al-Ahli kom upp úr næst efstu deild í Sádi Ararbíu fyrir þetta tímabil og hefur náð í leikmenn á borð við Roberto Firmino og Riyadh Mahrez til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×