„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson varð að sætta sig við eitt stig úr leiknum við Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego „Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld. Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“ Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti