Halldór Björnsson, einn helsti sérfræðingur okkar um hafið og samspil þess við loftslagsbreytingar mætir fyrstur og fjallar um spádóma er varða hafstrauma og kunna að breyta mjög veðurfari á Íslandi.
Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar segir sínar farir ekki sléttar af samskiptum við ríkið þegar kemur að endurbótum á hjúkrunarheimilum sem félagið rekur á Akureyri. Húsnæðið er heilsuspillandi, lokað að hluta og ekkert bólar á framkvæmdum. Hallann af þessu bera eldri borgarar sem þarna eiga að dveljast.
Þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að rökræða borgaraleg gildi. Þau skortir í íslenska pólitík segir Sigmundur og boðar endurreisn þeirra í félagi við marga Sjálfstæðismenn. En hver eru þessi gildi og hverju breyta þau?
Í lok þáttar ræði ég við Eggert Val Guðmundsson oddvita í Rangárþingi ytra. Sveitarfélagið ber ábyrgð á einni helstu perlu íslenskrar náttúru og einum helsta segli ferðaþjónustunnar, sjálfum Landmannalaugum. Þangað flykkjast tugþúsundir manna á hverju ári. Er nóg komið, hvernig á að þjóna öllu þessu fólki og hvers mikið má byggja upp áður en hálendið hættir að vera hálendi og verður bara ferðamannastaður eins og hver annar?