Innlent

Grjóthrun vegna jarðskjálfta við Landmannalaugar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Landmannalaugar.
Landmannalaugar. vísir/getty

Grjóthrun varð í Landmannalaugum vegna jarðskjálftahrinu í dag.

„Í stærsta skjálftanum varð grjóthrun við Brennusteinsöldu. Við fengum þær upplýsingar frá fólki af svæðinu. Hrunið varð ekki á gönguleið en landverðir og ferðafólk lét okkur vita af þessu,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands

Skjálftinn sem um ræðir varð stutt frá Landmannalaugum 3,2 að stærð. Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu í morgun. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 12:44.

„Það hægðist á þessu seinnipartinn og hefur verið rólegt síðustu tvo tímana.“

Því er beint til fólks á fæti í Landmannalaugum að labba á hryggjunum en ekki í hlíðum á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×