Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld. vísir

Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki.

Minnst fimmtíu og fjórir féllu í sprengingu í Pakistan í gær. Lögreglu grunar að um sjálfsvígssprenginu hafi verið að ræða.

Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf Kína og Íslands á sviði jarðhita hafa borgað sig stórkostlega fyrir bæði lönd. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Þá skoðum við uppbyggingu í Hafnarfirði, kíkjum á ljósmyndasýningu á Hvammstanga og komumst að því hvernig storki og tveimur hundum gengur að búa saman á sveitabæ í Litháen.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×