Fabinho í hóp stjarnanna í Sádi-Arabíu og fimm miðjumenn hafa kvatt Anfield Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Fabinho er farinn til Sádi-Arabíu. Getty/James Williamson Liverpool hefur selt brasilíska miðjumanninn Fabinho til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og þar með hafa fimm miðjumenn kvatt enska knattspyrnufélagið í sumar. Stjörnunum fjölgar að sama skapi enn í sádiarabísku deildinni. Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira