Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 10:53 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að meta stöðu gossins með sjónmati á þessu stigi en von sé á nýjum hraunflæðitölum. vísir/vilhelm „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44