„Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. ágúst 2023 11:55 Þorvaldur telur sterkari vísbendingar um eldgos vera við Öskju en við Torfajökul Vísir/Arnar Jarðskjálftahrina hófst um helgina við Torfajökul. Eldfjallafræðingur segir gos þar aldrei verða þægilegt eins og gosin á Reykjanesi síðustu þrjú ár. En eins og stendur eru þó sterkari vísbendingar við Öskju en Torfajökul um eldgos. Frá því á sunnudag hafa mælst 80 skjálftar við Torfajökul, sá stærsti var 3,2 að stærð. Sá fannst vel í Landmannalaugum en þar mældist einnig grjóthrun. Engin skýr merki eru um mögulegt eldgos á svæðinu samkvæmt jarðfræðingi Veðurstofunnar en svipaðar jarðskjálftahrinur mældust þar í júní í fyrra og í október 2021 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri háalvarlegt ef það færi að gjósa á svæðinu. „Eins og er á öllum okkar gosbeltum þá er skjálftavirkni og hreyfingar um plötuskilin oft tengt kvikuhreyfingum. En hvað varðar Torfajökul er hann virk eldstöð og þetta er stærsta eldstöð landsins sem býr til öflugt sprengigos,“ segir Þorvaldur og að þar hafi til dæmis gosið 870 en þá fór gjóska til vesturs og þakti svæðið frá Reykjanesskaga og alveg að Bárðarströnd. Síðast gaus þar 1477 en þá varð hraungos, ekki sprengigos. „Það er ansi mikið gjóskufall og aflið í þessu gosi hefur verið á pari við það sem var í Öskjugosinu 1875. Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos,“ segir Þorvaldur. Hann telur þó sterkari vísbendingar við Öskju en við Torfajökul um eldgos en þar hefur mælst um 60 sentímetra landris frá því í ágúst í fyrra og 30 sentímetra landris inni í miðri öskjunni. „Sem bendir til þess að þar er kvika að safnast fyrir á tiltölulega grunnu dýpi. Það er ekki loku fyrir það skotið að þetta sé súr kvika sem gæti þá búið til sprengigos, og jafnvel svipað því sem gerðist 1875,“ segir Þorvaldur en þá dreifðist askan yfir alla Austfirði sem orsakaði mikinn fólksflótta til Vesturheims. Vill loka tímabundið að Öskju Þorvaldur óttast hvað gerist ef skyndilega byrjar að gjósa við Öskju. Hann telur að best væri að loka svæðinu tímabundið. „Staðurinn er vinsæll ferðamannastaður og á meðan ástandið er eins og það er núna er það mín skoðun að það sé ekki það skynsamlegasta sem við gerum að vera með marga ferðamenn inn á Öskjusvæðinu.“ Hann segir að það sé auðvitað ekkert vitað um gos, en að það geti gerst, og það snöggt. „Aðdragandinn að því getur verið hraður,“ segir Þorvaldur og að landrisið bendi til breytinga á svæðinu og að líklega sé það kvika sem sé að koma inn. „Ef þetta verður sprengigos getur það byrjað snöggt, lítill viðbragðstími, og ef svo er og það er mikið af fólki á svæðinu er ekki spurt að leikslokum,“ segir Þorvaldur og þannig virðist þetta ólíkt því sem við höfum séð á Reykjanesinu hvað varðar undanfara. „Það er eitthvað að gerast inni í Öskju og ef við fáum sprengigos þarna þá er eins gott að enginn sé nálægt þegar þar byrjar.“ Ekki ferðamannavæn gos Hann segir eldgos við Öskju eða Torfajökul aldrei verða eins ferðamannavæn og þau sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu þrjú árin. Hvað varðar eldgosið við Litla Hrút segir Þorvaldur að hraunflæðið sé að miklu leyti í lokuðum rásum núna, en það sé heitt og virkt undir hrauninu. Flutningskerfið sé þannig nærri allt lokað. „Þá er flutningurinn þannig að það kólnar voða lítið við flutning eftir einhverri rás í gegnum hraunið. Frá gíg og að þeim stað sem að hraunkvikan er að brjótast út úr flutningskerfinu,“ segir hann og að þannig sé auðveldra fyrir hraunið að flæða áfram og stækka. Hann segir að opin hrauná sé töluvert kaldari en þegar hraunflæðið sé lokað. „Hún tapar hita bæði í varmaleiðni og í gegnum geislun. Hraunkvikan kólnar tiltölulega hratt, um 20 til 100 gráður á kílómetra. Þegar hún kólnar, stífnar hún, og þá hægist á henni. En ef flutningskerfið er einangrað og lokað kólnar hún um minna en eina gráðu á kílómetra og er sjóðandi heit þegar hún kemur út úr flutningskerfinu,“ segir Þorvaldur og að fólk eigi þess vegna að varast það sérstaklega að ganga á nýja hrauninu. „Það borgar sig ekki, ekki á nýja hrauninu. Það er öruggara að sleppa því.“ Opið er að gosstöðvunum í dag en verður gönguleiðum lokað klukkan 18. Varað er við því í tilkynningu lögreglu að gasmengun geti safnast upp nálægt gosstöðvunum Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Rangárþing ytra Tengdar fréttir Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. 16. júní 2023 13:08 Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Jarðskjálftahrina á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálftahrina hófst í grennd við Torfajökul í morgun. Klukkan 12:44 varð jarðskjálfti 3,2 að stærð við Breiðöldu á svæðinu. 30. júlí 2023 13:19 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Frá því á sunnudag hafa mælst 80 skjálftar við Torfajökul, sá stærsti var 3,2 að stærð. Sá fannst vel í Landmannalaugum en þar mældist einnig grjóthrun. Engin skýr merki eru um mögulegt eldgos á svæðinu samkvæmt jarðfræðingi Veðurstofunnar en svipaðar jarðskjálftahrinur mældust þar í júní í fyrra og í október 2021 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri háalvarlegt ef það færi að gjósa á svæðinu. „Eins og er á öllum okkar gosbeltum þá er skjálftavirkni og hreyfingar um plötuskilin oft tengt kvikuhreyfingum. En hvað varðar Torfajökul er hann virk eldstöð og þetta er stærsta eldstöð landsins sem býr til öflugt sprengigos,“ segir Þorvaldur og að þar hafi til dæmis gosið 870 en þá fór gjóska til vesturs og þakti svæðið frá Reykjanesskaga og alveg að Bárðarströnd. Síðast gaus þar 1477 en þá varð hraungos, ekki sprengigos. „Það er ansi mikið gjóskufall og aflið í þessu gosi hefur verið á pari við það sem var í Öskjugosinu 1875. Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos,“ segir Þorvaldur. Hann telur þó sterkari vísbendingar við Öskju en við Torfajökul um eldgos en þar hefur mælst um 60 sentímetra landris frá því í ágúst í fyrra og 30 sentímetra landris inni í miðri öskjunni. „Sem bendir til þess að þar er kvika að safnast fyrir á tiltölulega grunnu dýpi. Það er ekki loku fyrir það skotið að þetta sé súr kvika sem gæti þá búið til sprengigos, og jafnvel svipað því sem gerðist 1875,“ segir Þorvaldur en þá dreifðist askan yfir alla Austfirði sem orsakaði mikinn fólksflótta til Vesturheims. Vill loka tímabundið að Öskju Þorvaldur óttast hvað gerist ef skyndilega byrjar að gjósa við Öskju. Hann telur að best væri að loka svæðinu tímabundið. „Staðurinn er vinsæll ferðamannastaður og á meðan ástandið er eins og það er núna er það mín skoðun að það sé ekki það skynsamlegasta sem við gerum að vera með marga ferðamenn inn á Öskjusvæðinu.“ Hann segir að það sé auðvitað ekkert vitað um gos, en að það geti gerst, og það snöggt. „Aðdragandinn að því getur verið hraður,“ segir Þorvaldur og að landrisið bendi til breytinga á svæðinu og að líklega sé það kvika sem sé að koma inn. „Ef þetta verður sprengigos getur það byrjað snöggt, lítill viðbragðstími, og ef svo er og það er mikið af fólki á svæðinu er ekki spurt að leikslokum,“ segir Þorvaldur og þannig virðist þetta ólíkt því sem við höfum séð á Reykjanesinu hvað varðar undanfara. „Það er eitthvað að gerast inni í Öskju og ef við fáum sprengigos þarna þá er eins gott að enginn sé nálægt þegar þar byrjar.“ Ekki ferðamannavæn gos Hann segir eldgos við Öskju eða Torfajökul aldrei verða eins ferðamannavæn og þau sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu þrjú árin. Hvað varðar eldgosið við Litla Hrút segir Þorvaldur að hraunflæðið sé að miklu leyti í lokuðum rásum núna, en það sé heitt og virkt undir hrauninu. Flutningskerfið sé þannig nærri allt lokað. „Þá er flutningurinn þannig að það kólnar voða lítið við flutning eftir einhverri rás í gegnum hraunið. Frá gíg og að þeim stað sem að hraunkvikan er að brjótast út úr flutningskerfinu,“ segir hann og að þannig sé auðveldra fyrir hraunið að flæða áfram og stækka. Hann segir að opin hrauná sé töluvert kaldari en þegar hraunflæðið sé lokað. „Hún tapar hita bæði í varmaleiðni og í gegnum geislun. Hraunkvikan kólnar tiltölulega hratt, um 20 til 100 gráður á kílómetra. Þegar hún kólnar, stífnar hún, og þá hægist á henni. En ef flutningskerfið er einangrað og lokað kólnar hún um minna en eina gráðu á kílómetra og er sjóðandi heit þegar hún kemur út úr flutningskerfinu,“ segir Þorvaldur og að fólk eigi þess vegna að varast það sérstaklega að ganga á nýja hrauninu. „Það borgar sig ekki, ekki á nýja hrauninu. Það er öruggara að sleppa því.“ Opið er að gosstöðvunum í dag en verður gönguleiðum lokað klukkan 18. Varað er við því í tilkynningu lögreglu að gasmengun geti safnast upp nálægt gosstöðvunum
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Rangárþing ytra Tengdar fréttir Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. 16. júní 2023 13:08 Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Jarðskjálftahrina á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálftahrina hófst í grennd við Torfajökul í morgun. Klukkan 12:44 varð jarðskjálfti 3,2 að stærð við Breiðöldu á svæðinu. 30. júlí 2023 13:19 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. 16. júní 2023 13:08
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05
Jarðskjálftahrina á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálftahrina hófst í grennd við Torfajökul í morgun. Klukkan 12:44 varð jarðskjálfti 3,2 að stærð við Breiðöldu á svæðinu. 30. júlí 2023 13:19
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53
Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1. ágúst 2023 08:41