Körfubolti

Íslandsmeistarar Vals semja við tvo erlenda leikmenn

Siggeir Ævarsson skrifar
Kionna Jeter (til vinstri) og Mélissa Diawakana munu leika með Valskonum í vetur
Kionna Jeter (til vinstri) og Mélissa Diawakana munu leika með Valskonum í vetur Facebook Valur körfubolti

Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili. 

Leikmennirnir tveir eru þær Kionna Jeter frá Bandaríkjunum og hin fransk-kongóska Mélissa Diawakana. Jeter er skotbakvörður en Diawakana leikstjórnandi.

Jeter lék með háskólaliði Towson í þrjú ár og er fyrsti leikmaður skólans sem var valin í nýliðavali WNBA en náði þó ekki að stíga á parketið í deidinni. Hún þykir öflugur skorari en hún var stigahæst öll tímabilin sem hún lék með Towson og valin í lið ársins í CAA deildinni öll árin.

Mélissa Diawakana er reynsmikill leikstjórnandi sem hefur komi víða við á ferlinum. Hún hefur m.a. spilað í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi og Slóvakíu og þá hefur hún spilað leiki í Evrópukeppni félagsliða. Hún kemur til Vals frá Frakklandi þar sem hún lék í NF1 deildinni þar sem hún skoraði 18 stig að meðaltali í leik og gaf sex stoðsendingar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×