Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:04 Gianluigi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir 23 ára feril Vísir/Getty Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli. Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023 Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30