Fótbolti

Ronaldo búinn að reka alla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo Nazario sést hér með með Florentino Perez, forseta Real Madrid.
Ronaldo Nazario sést hér með með Florentino Perez, forseta Real Madrid. Getty/ Soccrates

Brasilíska knattspyrnugoðið Ronaldo er vægast sagt ósáttur með stjórnina á liði sínu Real Valladolid á Spáni.

Sportbladet

Hann tók þó dramatísku ákvörðun að reka alla stjórnendur félagsins aðeins ellefu dögum fyrir fyrsta leik á nýju tímabili.

Ronaldo Luís Nazário de Lima, þekktur undir nafninu Ronaldo, varð forseti spænska félagsins Real Valladolid haustið 2018.

Síðan þá hefur liðið verið jó-jó lið í spænsku deildunum og liðið féll niður í B-deildinni síðasta vor.

Nú stuttu fyrir mótið er algjör kaos í stjórn félagsins eftir að Ronalda rak íþróttastjórann Fran Sánchez og samstarfsfólk hans sem var allt með samning til júní 2024.

„Við þökkum Fran Sánchez, Luis Casas, Antonio Barea og José Manuel Hernández fyrir þeirra tíma hjá félaginu og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni,“ skrifaði Valladolid í fréttatilkynningu.

Spænskir fjölmiðlar segja einnig frá því að þjálfarinn Paulo Pezzolano hafi verið hvergi sjáanlegur á æfingu liðsins í gær. Aðstoðarmaður hans Martin Varini stýrði æfingunni. Það er þó ekki ljóst hvort að Ronaldo hafi rekið þjálfarann líka.

Ronaldo er 46 ára gamall en var besti fótboltamaður heims upp á sitt besta. Hann skoraði 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu og spilaði með liðum eins og Barcelona, Inter, Real Madfrid og AC Milan. Ronaldi varð tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×