Innlent

Það furðu­legasta við gos­stöðvarnar hingað til

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá eldgosinu við Litla-Hrút.
Frá eldgosinu við Litla-Hrút. Vísir/Arnar

Litlu mátti muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður flaug á svifvæng við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gær. Lögreglustjórinn segir atvikið líklegasta það furðulegasta sem hefur gerst við gosstöðvarnar hingað til. 

Nokkur atvik áttu sér stað við eldstöðvarnar á Reykjanesskaga í gær sem lögreglustjóranum á Suðurnesjum þykir ekki til fyrirmyndar. Tvisvar lenti þyrlur á svæði sem er skilgreint sem hættusvæði og bannsvæði.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að hann muni hafa samband við flugrekstraraðilana vegna þess en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þyrluflugmenn lenta á bannsvæði við gosið. Sem stendur er ekki vitað frá hvaða fyrirtæki þyrlurnar voru.

Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur

„Það eru ekki mörg fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi á Íslandi en eftir sem áður furðulegt í dag að þyrluflugmenn, einstaka þyrluflugmenn, virði ekki þetta system okkar inn á svæðinu,“ segir Úlfar.

Það var síðan í gær sem maður á svifvæng lét sig húrra fram af fjallinu og mátti litlu muna að illa færi.

„Hann alveg klárlega fór þarna fram af fjallinu. Mönnum leyst nú ekki alveg á hvað hann var að gera en þetta fór nú vel og hann lenti heill á húfi,“ segir Úlfar.

Björn Steinbekk náði myndbandi af atvikinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Maður stekkur af fjalli við eldgosið

Hann segir þetta mál vera afar furðulegt.

„Þetta er auðvitað bara fífldirfska. Eitthvað sem maður vill ekki sjá. Það er margt sem gerist þarna inn við gosstöðvarnar en þetta er svona kannski það furðulegasta hingað til,“ segir Úlfar að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×