Liverpool skoraði þrjú mörk en tapaði samt á móti Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 13:29 Virgil van Dijk fagnar marki sínu í fyrsta leiknum eftir að hann tók formlega við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Getty/Yong Teck Lim Liverpool missti niður forskot í tvígang í 4-3 tapi á móti þýska stórliðinu Bayern München í æfingarleik liðanna í Singapúr í dag. Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili. Enski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili.
Enski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira