Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Hilmar Thorarensen með Hönnu ST-49. Vísir/Einar Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman.
Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira