Viðskipti innlent

Landsbankaappið komið í lag eftir bilun

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Viðskiptavinir Landsbankans hafa haft samband og sagst ekki geta notað appið.
Viðskiptavinir Landsbankans hafa haft samband og sagst ekki geta notað appið. Vísir/Vilhelm

Landsbankaappið er komið í lag eftir bilun. Vísi barst fjöldi ábendinga frá viðskiptavinum sem annað hvort komust ekki inn í appið eða þá komust inn í það en reikningarnir sýndu tóma stöðu.

Einn viðskiptavinur hafði beðið í fjörutíu mínútur í Bónus og gat ekki borgað fyrir vörur.

Uppfært:

Að sögn Snæbjörns Konráðssonar, forstöðumanns vefdeildar, er appið komið lag eftir viðgerðir. Gerðist það um klukkan 19:40 í kvöld. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers eðlis bilunin var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×