Innlent

Ó­hugnan­leg fegurð stærstu eld­stöðvar Ís­lands

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Jörð skelfur við Torfajökul, stærstu eldstöð Íslands.
Jörð skelfur við Torfajökul, stærstu eldstöð Íslands. RAX

Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos.

Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, flaug yfir Torfajökulssvæðið og myndaði. Eins og sést á myndunum þá er jökullinn svartur af ösku úr eldgosum undanfarinna ára og áratuga. Öskulögin á jöklunum, svo sem úr eldgosinu í Eyjafjallajökli og Gjálp hafa valdið örari bráðnun.

Því verður hins vegar ekki neitað að askan gefur jöklinum vissa drungalega og óhugnanlega fegurð.

Fari að gjósa í Torfajökli verður það ekki lítið ferðamannagos eins og við höfum séð á Reykjanesskaga undanfarin þrjú ár. Torfajökull er stærsta eldstöð landsins og getur búið til til stórt sprengigos. Öskufallið er ekki minna en í Öskjugosum. Síðast gaus í Torfajökli árið 1477.

RAX

RAX

RAX

RAX

RAX

RAX

RAX

RAX



Fleiri fréttir

Sjá meira


×