Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan dæmdur í þriggja ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 09:02 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, ræddi við fréttamenn á dögunum. Ap/K.M. Chaudary Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á grundvelli ásakana um spillingu. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember. Pakistan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember.
Pakistan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira