Fótbolti

Chelsea kaupir markvörð á fjóra milljarða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sanchez í leik með Brighton í vor.
Sanchez í leik með Brighton í vor. Getty

Spænski markvörðurinn Robert Sanchez er á faraldsfæti en Chelsea hefur keypt hann frá Brighton.

Chelsea greiðir 25 milljónir punda fyrir leikmanninn eða rúmlega fjóra milljarða íslenskra króna. Þessi 25 ára gamli markvörður skrifaði undir hvorki meira né minna en sjö ára samning við félagið.

Sanchez spilaði 23 leiki fyrir Brighton á síðustu leiktíð áður en hann missti sætið í liðinu til Jason Steele.

„Robert er flottur gæi og góður leikmaður en stundum þarf stjórinn að taka erfiðar ákvarðanir. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton.

Sanchez var aðeins 15 ára gamall er hann gekk í raðir Brighton frá Levante á Spáni.

Hann mun berjast um spiltíma á Stamford Bridge við Kepa Arrizabalaga en Edouard Mendy er farinn til Sádi Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×