Innlent

Hunda­skít komið fyrir undir hin­segin­fána: „Mér finnst þetta rosa­lega ljótt“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Pokinn með hundaskítnum var staðsettur beint fyrir neðan fánann. 
Pokinn með hundaskítnum var staðsettur beint fyrir neðan fánann.  Aðsend

Við Katrínu Ísafold Guðnadóttur, íbúa í Sandgerði, blasti óskemmtileg sjón í gær þegar poka með hundaskít hafði verið komið fyrir við útidyr þeirra. Katrín segir staðsetningu pokans gefa sterklega til kynna að honum hafi verið komið fyrir vegna hinseginfána sem hún hafði flaggað við dyrnar.

„Ég var að leika með stráknum mínum úti á palli með fánann. Svo setti ég hann upp þannig að hann blasir við úti á götu. Svo tókum við eftir því að það var risastór poki með hundaskít beint fyrir neðan fánann,“ segir Katrín í samtali við Vísi. 

Einbeittur brotavilji

Hún segir augljóst að manneskjan sem kom skítnum fyrir hafi verið að senda skýr skilaboð. „Það er ekki séns að þetta hafi verið eitthvað annað, af því að það eru tuttugu þrjátíu metrar út að götu.“

Tvær trégirðingar eru fyrir innganginum þar sem pokanum var komið fyrir.Aðsend

Því hafi einbeittur brotavilji verið fyrir hendi. „Pallurinn er fyrir ofan annan neðri pall þannig að manneskjan hefur þurft að koma alveg upp að húsinu til þess að kasta pokanum að fánanum,“ segir Katrín. „Við tilheyrum ekki LGBTQ samfélaginu en við viljum samt sýna því stuðning. Mér finnst þetta rosalega ljótt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×