Innlent

Al­var­legt vinnu­slys við hey­skap í Dölunum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Heyskapur í Búðardal í Dalabyggð.
Heyskapur í Búðardal í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm

Al­var­legt vinnu­slys átti sér stað á Vest­ur­landi á laugardag þegar kona slasaðist illa við heyskap í Döl­um. Konan er ekki sögð í lífshættu.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglunni á Vest­ur­landi var kon­an að vinna við slátt þegar vél­ar­blað losnaði úr sláttuvél sem var aftan í dráttarvél og þeyttist í fót hennar.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum á laugardag vegna slyssins sem átti sér stað í nágrenni við Stykkishólm. Þyrlan sótti konuna og lenti við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir fjögur. Konan er ekki sögð í lífs­hættu.

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við gerð fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×