Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. ágúst 2023 12:20 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug. Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug.
Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30