Erlent

Gítar­leikarinn Robbie Robert­son látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Robbie Robertson átti farsælan tónlistarferil, bæði sem meðlimur The Band og undir eigin nafni.
Robbie Robertson átti farsælan tónlistarferil, bæði sem meðlimur The Band og undir eigin nafni. AP/Evan Agostini

Kanadíski tónlistarmaðurinn Robbie Robertson, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band er látinn 80 ára að aldri.

Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi.

Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist. 

Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans.

Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band.

Robbie Robertson og Martin Scorses sem leikstýrði tónleikamyndinni The Last Waltz um kveðjutónleika hljómsveitarinnar.AP

Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“.

The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan.

Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×