Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:16 Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í fyrra og á því titil að verja. mynd/seth@golf.is Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira