Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir.

Tilkynningum til Foreldrahúss hefur fjölgað gríðarlega í sumar. Framkvæmdastjóri segir tímasetninguna koma á óvart, enda berist þær flestar að hausti. Dæmi séu um að þrettán ára börn neyti kanabisefna. 

Tvær konur á flótta, sem báðar eru þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis, verða bornar út úr úrræði ríkislögreglustjóra á morgun en þá eru þrjátíu dagar síðan þeim var tilkynnt um lok þjónustu. Konurnar segja ekkert fram undan nema heimilisleysi.

Þá höldum við áfram umfjöllun um flóðin í Noregi, verðum í beinni útsendingu frá miðbæ Reykjavíkur þar sem barist er um kaup á góðgerðartreyju og hittum níu ára söngvara sem ætlar sér að verða heimsfrægur.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×