Viðskipti innlent

Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jón segir áformað að auka framleiðslu og sölu umtalsvert.
Jón segir áformað að auka framleiðslu og sölu umtalsvert.

Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Jón segir í samtali við blaðið að um sé að ræða hóp fjárfesta víðsvegar í heiminum og að viðræður hafi staðið yfir frá 2019. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er.

Að sögn Jóns jókst sala á vörum Icelandic Water Holdings um 20 til 30 prósent á fyrri hluta þessa árs. Hann segir stefnt að því að auka söluna um 50 prósent á ári næstu árin og gerir ráð fyrir að umsvif fyrirtækisins muni aukast til muna.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að Jack Ma, stofnandi sölusíðunnar Alibaba, eigi aðkomu að viðskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×