Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 08:50 Lögreglumenn standa vörð við sjúkrahús í Quito þangað sem margir þeirra sem særðust í árásinni á Villavicencio voru fluttir á miðvikudagskvöld. AP/Juan Diego Montenegro Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu. Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23