„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir verk að vinna til að koma í veg fyrir raforkuskort hérlendis. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“ Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira