Innlent

Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í 15 vikur.
Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í 15 vikur. vísir

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Héraðsdómari féllst á kröfu lögreglustjóra í dag en stytti varðhald í tvær vikur í stað fjögurra. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í fimmtán vikur.

„Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil, bæði hvað varðar gagnaöflun og eins úrvinnslu gagna. Að henni lokinni verður það sent héraðssaksóknara til meðferðar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að komið sé fram yfir tólf vikna hámarkið sem almennt er miðað við varðandi gæsluvarðhald yfir grunuðum án þess að ákæra sé gefin út. Í þessu máli sé enn beðið niðurstaða úr krufningu og því krafist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna.

Hann segir verjanda grunaða í málinu hafa að minnsta kosti einu sinni, ef ekki tvisvar, kært úrskurði í héraði til Landsréttar. Nú hafi héraðsdómur fallist á tvær vikur en ekki hina endurteknu kröfu lögreglu í málinu um fjögurra vikna varðhald. Ekki hafi verið tekin ákvörðun hjá lögregluembættinu hvort niðurstaðan í héraði verði kærð til Landsréttar.


Tengdar fréttir

Þakk­lát for­seta Ís­lands fyrir bréf eftir and­lát dóttur sinnar

Valda Anastasia Ko­lesni­kova, móðir Sofiu Sar­mite Ko­lesni­kova sem fannst látin í heima­húsi á Sel­fossi þann 27. apríl síðast­liðinn, segist vera gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir and­lát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, sér­stak­lega fyrir hand­skrifað bréf sem hann skrifaði henni.

Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu

Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×