Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 20:19 Sema Erla var viðstödd þegar flóttafólki var gert að yfirgefa húsakynni ríkislögreglustjóra í dag. vísir/vilhelm Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fyrr í dag sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nýju lögin væru að virka sem skyldi. Leitað var viðbragða hennar við máli flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Mikil geðshræring greip um sig og sögðust flóttakonur, sem höfðu verið þolendur mansals, ekki eiga í önnur hús að venda. Sema Erla Serdar stofnandi hjálparsamtakanna Solaris var spurð út í orð ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Það fer eftir því hver ráðherra telur að tilgangur laganna sé. Það sem við höfum séð síðustu daga, afleiðingarnar af þessum lögum eru að heimilisleysi meðal flóttafólks mun aukast. Það er verið að dæma fólk til sárafátæktar og gera það enn berskjaldaðra gagnvart ofbeldi og misnotkun. Ef það er tilgangurinn, hefur honum verið náð,“ segir Sema. Hún segir átanlegt að horfa upp á stöðuna nú. „Það var búið að vara lengi við þessu. Við og nánast allir sem tóku þátt í umræðunni um lögin vöruðu við því að þetta yrði ástandið sem myndi skapast og hefur núna skapast og mun halda áfram að stækka. Þetta er ekki eitthvað sem einstaklingar og samtök ráða hreinlega við. Auðvitað þarf að gera miklu meira en þetta.“ Hún biðlar til stjórnvalda að grípa inn í. „Fólk hefur verið á götunni dögum, jafnvel vikum saman. Fólk býr hreinlega í tjaldi í skógi. Við auglýstum eftir húskosti fyrir fólk þar sem við getum hreinlega ekki horft upp á það að hér verði heimilisleysi svona mikið á stuttum tíma. Við munum gera allt sem við getum en auðvitað verða stjórnvöld að draga í land með þetta og bregðast við. Sérstaklega með þennan hóp sem er fastur milli kerfa, fær ekki vernd, er ekki hægt að vísa úr landi og býr núna bókstaflega á götunni með ekkert á milli handanna.“ Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrr í dag sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nýju lögin væru að virka sem skyldi. Leitað var viðbragða hennar við máli flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Mikil geðshræring greip um sig og sögðust flóttakonur, sem höfðu verið þolendur mansals, ekki eiga í önnur hús að venda. Sema Erla Serdar stofnandi hjálparsamtakanna Solaris var spurð út í orð ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Það fer eftir því hver ráðherra telur að tilgangur laganna sé. Það sem við höfum séð síðustu daga, afleiðingarnar af þessum lögum eru að heimilisleysi meðal flóttafólks mun aukast. Það er verið að dæma fólk til sárafátæktar og gera það enn berskjaldaðra gagnvart ofbeldi og misnotkun. Ef það er tilgangurinn, hefur honum verið náð,“ segir Sema. Hún segir átanlegt að horfa upp á stöðuna nú. „Það var búið að vara lengi við þessu. Við og nánast allir sem tóku þátt í umræðunni um lögin vöruðu við því að þetta yrði ástandið sem myndi skapast og hefur núna skapast og mun halda áfram að stækka. Þetta er ekki eitthvað sem einstaklingar og samtök ráða hreinlega við. Auðvitað þarf að gera miklu meira en þetta.“ Hún biðlar til stjórnvalda að grípa inn í. „Fólk hefur verið á götunni dögum, jafnvel vikum saman. Fólk býr hreinlega í tjaldi í skógi. Við auglýstum eftir húskosti fyrir fólk þar sem við getum hreinlega ekki horft upp á það að hér verði heimilisleysi svona mikið á stuttum tíma. Við munum gera allt sem við getum en auðvitað verða stjórnvöld að draga í land með þetta og bregðast við. Sérstaklega með þennan hóp sem er fastur milli kerfa, fær ekki vernd, er ekki hægt að vísa úr landi og býr núna bókstaflega á götunni með ekkert á milli handanna.“
Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09