Andri heldur forystunni en Guðmundur og Hlynur narta í hælana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 20:10 Andri Þór Björnsson heldur forystunni á Íslandsmótinu í golfi. mynd/golf.is Nú þegar langflestir kylfingar hafa lokið öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi leiðir Andri Þór Björnsson á níu höggum undir pari. Andri var fyrstur eftir fyrsta hring í gær og hann hélt uppteknum hætti þegar hann lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Hann er því samtals á níu höggum undir pari eftir hringina tvo með eins höggs forystu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson kemur næstur á átta höggum undir pari og Hlynur Geir Hjartarson situr í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Guðmundur og Hlynur áttu besta dag allra í dag og léku báður á sex höggum undir pari. Enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og er mesta spennan í kringum niðurskurðarlínuna. Búist er við því að leika þurfi hringina tvo á samtals 13 höggum yfir pari eða betra til að komast í gegnum niðurskurðinn og eins og staðan er núna eru tíu kylfingar á hættusvæðinu og tveir þeirra eru enn úti á velli. Þá trónir Ragnhildur Kristinsdóttir ein á toppnum kvennamegin eins og fram kom hér á Vísi fyrr í dag, en stöðuna í rauntíma má sjá á heimasíðu golfsambands Íslands með því að smella hér. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri var fyrstur eftir fyrsta hring í gær og hann hélt uppteknum hætti þegar hann lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Hann er því samtals á níu höggum undir pari eftir hringina tvo með eins höggs forystu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson kemur næstur á átta höggum undir pari og Hlynur Geir Hjartarson situr í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Guðmundur og Hlynur áttu besta dag allra í dag og léku báður á sex höggum undir pari. Enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og er mesta spennan í kringum niðurskurðarlínuna. Búist er við því að leika þurfi hringina tvo á samtals 13 höggum yfir pari eða betra til að komast í gegnum niðurskurðinn og eins og staðan er núna eru tíu kylfingar á hættusvæðinu og tveir þeirra eru enn úti á velli. Þá trónir Ragnhildur Kristinsdóttir ein á toppnum kvennamegin eins og fram kom hér á Vísi fyrr í dag, en stöðuna í rauntíma má sjá á heimasíðu golfsambands Íslands með því að smella hér.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira