Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:16 Mikill fjöldi hefur alltaf sótt Hvanneyrarhátíðina í gegnum árin og skemmt sér vel. Aðsend Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend
Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira