Innlent

At­riðin sjaldan eða aldrei verið fleiri

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Svona var stemningin í Gleðigöngunni árið 2018.
Svona var stemningin í Gleðigöngunni árið 2018. friðrik þór halldórsson

Búast má við götulokunum í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Gleðiganga Hinsegin daga fer fram en gangan er hápunktur hátíðarinnar sem fram hefur farið alla vikuna.

„Gleðigangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og stormar þaðan áleiðis í Hljómskálagarðinn. Það er mjög mikill fjöldi atriða skráður til þátttöku og ef mér skjátlast ekki þá höfum við sjaldan eða aldrei séð fleiri atriði skráð. Þannig öll þau sem leggja leið sína í miðborgina mega eiga von á mikilli litadýrð, baráttugleði og samstöðu,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga.

Yfirlit yfir götulokanir frá kl. 10-18 í dag.hinsegin dagar

Veðrið er með besta móti í höfuðborginni, léttskýjað og logn. Að göngu lokinni verður boðið upp á útitónleika í Hljómaskálagarði.

„Öll eru velkomin, þar munu stíga á svið fjölbreyttar hljómsveitir, til dæmis FLOTT og svo mun Una Torfa flytja Hinsegin daga lagið og fleira. Svo í kvöld er lokaballið okkar í Iðnó og svo eru fjölmörg önnur partí og böll í gangi, þannig það verður nóg um að vera fyrir þá sem vilja skemmta sér inn í kvöldið og nóttina.“

Sýnt verður frá Gleðigöngunni í Kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Viðrar frábærlega til gleðigöngu

Blíðskaparveður er og verður í höfuðborginni í dag og viðrar frábærlega til gleðigöngu sem fer af stað klukkan tvö frá Hallgrímskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×