Ríkissaksóknari Havaí hefur fyrirskipað að viðbrögð stjórnvalda við gróðureldunum á Maui eyjunni verði rannsökuð. Áttatíu hið minnsta fórust í hamförunum og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd.
Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri Gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar. Við sjáum hvernig stemningin var þar og á Fiskideginum mikla á Dalvík.
Þá heyrum við hvað dómari hafði að segja við lögmenn Trump þegar málið var tekið fyrir í gær og hittum hóp kvenna sem safna fyrir endurbyggingu á gömlu húsi með kaffisölu.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.