Andri Þór var með forystuna fyrir daginn en hringur hans fór ekki lukkulega af stað þar sem hann fór fyrstu holuna á sjö höggum, þremur yfir pari. Alls var hann á fimm yfir pari í dag og féll niður í fimmta sæti, á fjórum undir pari.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var annar en hann spilaði á sama skori og Andri Þór. Hann fékk fimm skolla og einn skramba á hringnum og er nú jafn þremur öðrum í sjötta sæti.
Hlynur Geir, úr Golfklúbbi Selfoss, átti fínasta hring en fugl á 18. braut var hans fjórði á hringnum sem hann lék á þremur undir pari. Hann er á tíu undir pari í heildina, fjórum höggum á undan Loga Sigurðssyni sem lék hring dagsins á pari.
Aron Emil Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss, og Birgir Björn Magnússon, Keili, eru höggi á eftir Loga í þriðja sætinu.