Hlynur hefur leikið á pari það sem af er degi en Logi og Andri Þór hafa verið að saxa á forskot hans. Logi er tveimur undir pari eftir fjórar holur og Andri Þór þremur undir eftir fimm holur. Hlynur er alls á tíu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Loga og þremur á undan Andra.
Í kvennaflokki eru efstu kylfingar rétt nýfarnir af stað og staðan á toppnum því að mestu óbreytt. Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir, en aðeins Perla Sól Sigurbrandsdóttir hefur hafið leik af efstu keppendum.